1.Hvernig á að endurgreiða staðgreidda upphæð?

2.Hvernig á að endurgreiða greiðsludreifingu?

3.Hvernig á að stöðva greiðsludreifingu en halda eftir hluta af upphæð?



1.Fyrsta skref er að smella á greiðslur. Passa að velja rétt og nægilega langt tímabil þannig að greiðslan finnist. Næst er farið í nafn notenda og hægt er að stimpla inn nafn, netfang eða kennitölu iðkanda sem á að fá endurgreitt. ATH leitið iðkandanum ekki foreldranum.


Í þessu dæmi leitaði ég eftir reikningum fyrir Heimi Loga síðustu 6 mánuði. Og við sjáum á myndini hér að ofan að reikningarnir birtast neðst á síðunni.

 

Í þessu dæmi óska foreldrar Heimis Loga að fá endurgreidd æfingagjöld í 4.flokki karla hjá Sportabler félaginu. Ég smelli þá á kvittunar númerið á þeim reikning sem á að endurgreiða og númerið sem má finna við hliðina á upphæðinni.




Þegar búið er að smella á kvittunarnúmerið. Þá skoða ég reikninginn og sé að upphæð hefur verið staðgreidd en ekki er um greiðsludreifingu að ræða(endurgreiðslur fyrir greiðsludreifingar má sjá hér fyrir neðan). Ef þið sjáið afslátt fyrir neðan þá skiptir það ekki máli. En næsta skref þá farið þið í þrjá punktana við hliðina á Greitt - Skoða kvittun og valið hætta við reikning.




Svo er smellt á já, hætta við og endurgreiða




 Þegar þessu er lokið er greiðslan bakfærð og korthafi fær greiðsluna innan tveggja daga.


ATH - muna svo að fjarlægja viðkomandi aðila úr flokknum svo hann fái ekki áfram skilaboð og æfingaplan tengdum þessu flokki. (Sjá grein hvernig fjarlægja á aðila úr flokk)



2. Fyrsta skref er að finna iðkandann sem á að fá endurgreitt og smella á kvittunarnúmerið(Sjá hvernig það er gert hér efst í greininni



Í þessu sýnidæmi óska foreldrar Heimis Loga að fá endurgreidd æfingagjöld í 4.flokki karla.

Ég smelli þá á kvittunar númerið sem má finna við hliðina á upphæðinni. Ég sé líka að um greiðsludreifingu er að ræða lengst til hægri undir staða


Næst smellið þið á þrjá punktana og veljið bakfæra færslu hjá færslunni sem hefur verið greidd




Í kjölfarið eyðist allt út og þetta lítur svona út.





Næst smellið þið á þrjá punktana við hliðina á Í bið - skoða kvittun og veljið þar hætta við reikning



                    

 Nú hefur greiðsludreifing verið endurgreidd og hætt við reikning. Upphæðin berst inn á korthafa innan tveggja daga.

 

 ATH muna svo að fjarlægja viðkomandi aðila úr flokknum svo hann fái ekki áfram skilaboð og æfingaplan tengdum þessu flokki. 





 


3. Til að stöðva greiðsludreifingu en að halda eftir greiðslum þá þurfið þið að gera það sama og í skrefi 2, fyrir utan að þegar þið eruð í reikningnum þá bakfærið þið ekki það sem er greitt heldur einungis það sem er væntanlegt. Þannig þið smellið á þrjá punktana við hliðiná færslunum sem eru í bið og veljið bakfærla færslur. Þetta þurfið þið að gera við allar færslurnar sem eru væntanlegar. Sjá mynd.


Þegar búið er að bakfæra allar upphæðirnar sem eru væntanlegar þá kemur reikningurinn í bið - skoða kvittun. En þar sem við erum að halda eftir 40 kr eins og í þessu dæmi en stöðva framtíðargreiðslur þá smelli ég á þrjá punktana við hliðiná í bið - skoða kvittun og vel breyta upphæð/afsláttur og set 40 kr í einingarverð