Það eru tvær leiðir til þess að bæta við barni í Sportabler.


1. Bæta barni við með rafrænum skilríkjum

2. Bæta barni við með kóða1. Bæta barni við með rafrænum skilríkjum


Að bæta við barni með rafrænum skilríkjum er einföld og þægileg leið til að bæta við barni í gegnum appið (Sjá myndband neðst)


ATH : Þessi aðgerð er tengd við þjóðskrá og virkar einungis fyrir þá sem deila sama lögheimili. 
2. Bæta barni við með kóða

ATH: Forsenda þess að geta tengst barni í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn.


Ef þessi villa kemur upp þegar þið reynið að bæta við ykkur barni þá er annaðhvort kennitalan ekki skráð í flokkinn eða þið hafið fengið rangan kóða í hendurnar. Ef þessi villa kemur upp þá er best að hafa samband við þjálfara eða félagið og reyna aftur.

Þetta eru skrefin til að bæta við Barni með Kóða:


1. Fyrsta skrefið er að fá kóða flokks hjá þjálfara eða félaginu.


2. Útskrá sig ef þú ert innskráð(ur): 

Þegar þið eruð kominn með kóðann í hendurnar þá getið þið farið í appið eða á sportabler.com

Til þess að framkvæma þessa aðgerð þurfið þið að skrá ykkur út ef þið eruð skráð inn. 


3. Velja nýr notandi (í appi) eða Skráning í flokk (á vef)

Í appinu þá smellið þið á Nýr notandi? Skrá mig í hóp 

Á vefnum sportabler.com þá smellið þið á skráning í flokk með kóða - Smellið hér og fylgið skrefunum


Hvort sem App/Vefur þá setjið þið kóðann inn og í kjölfarið veljið þið ég er foreldri/forráðamaður.


Nú þarf að fylla út allar nauðsynlegar upplýsingar og muna að setja kennitölu barns efst en ekki ykkar eigin. Þegar allt er klárt smellið þið á ganga í hóp sem aðstandandi. Nú eruð þið tengd við barnið ykkar í gegnum Sportabler.


4. Allt komið: Ef þú ert nýr Sportabler notandi þá færðu sendan tölvupóst, en ef þú ert þegar notandi þá ertu í toppmálum og allt komið næst þegar þú opnar appið eða "refreshar".