Með því að taka út mætingaskýrslu getur þú haft gott yfirlit yfir mætingu og aðra tölfræði yfir flokkinn/hópinn þinn. Mundu að mæting er oft staðfest af leikmönnum/forráðamönnum en þjálfarar geta alltaf breytt því eftir á.
ATH. ef þið fjarlægið leikmann úr flokknum en hann hefur mætt á tímabilinu þá getur leikmaðurinn komið fram í mætingarskýrslunni þó hann sé ekki lengur í flokknum.
Hver sér mætingatölfræði?
Grunnstilling flokka er sú að samatekin tölfræði iðkanda er einunigs sýnileg þjálfara flokksins ásamt iðkandanum (og forráðamenn). Aðrir iðkendur/foreldrar geta þó séð hvernig viðkomandi iðkandi skráir sig á viðkomandi æfingu eða viðburð. Þeir sjá þó ekki hvort þjálfari hafi gert einhverja breytingu í kladdanum.
Ofangreint á við grunnstillingu flokka, þjálfarar og stjórnendur geta breytt grunnstillingu flokksins þannig að mætingatölfræði verið sýnileg öllum iðkendum eða engum iðkenda.