Sjá myndband af viðburðursíðu:




Til að fella niður eða eyða viðburði eða viðburðum þá er smellt á Viðburðir vinstra meginn undir deildinni.




Næsta skref er að velja viðburð eða viðburði sem á að eyða eða fella niður. Næst er smellt á eyða og þá koma upp tveir möguleikar að eyða viðburð eða fella niður viðburð.


Eyða viðburði: Viðburðurinn dettur út úr dagskránni hjá þjálfara og forráðamanni/leikmanni án þess að skýring fylgi með.


Fella niður viðburð: Ef viðburður er felldur niður þá þarf að fylgja ástæða af hverju viðburðinum var aflýst og í kjölfarið fá þjálfarar og forráðamenn/leikmann tilkynningu og það birtist í dagskránni að viðburðurinn hefur verið felldur niður ásamt því að ástæðan fylgir með.