Um tenginguna / Samninginn við færsluhirði

Kortagreiðslur eru tengdar í gegnum færsluhirðinn Valitor. Til þess að hægt sé að tengja færsluhirðinn þá þarf félag (söluaðili) að gera svokallaðann Rammasamning við færsluhirðinn og er vísað í skilmála Valitor um kortagreiðslur. 


Til þess að umsókning, tengingin og uppsetningin sé sem skilvirkust er afar mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum og skilir öllum þeim gögnum sem beðið er um í umsóknarferlinu. Umsóknir sem ekki eru rétt undirbúnar fara ekki í gegn og tefja allt ferlið. Hægt er að reikna með því að ferlið taki 1-2 vikur að klárast, en það fer eftir því hver mikið er að gera hjá færsluhiðrinum og hversu umfangsmikil umsóknin er.


Umóknarskjalið og fylgigögn (Þetta þarft þú að gera)

Við viljum biðja þig að fylla út hjálagt skjal ásamt því að skila inn eftirfarandi fylgigögnum. Þetta ferli er nauðsynlegt sökum krafna fjármálaeftirlitsins vegna laga um fjármálafyrirtæki og peningaþvætti. 


Rammasamningur:

Fylla þarf út Rammasamning(Sjá neðst á síðu) fyrir hverja kennitölu söluaðila, sumsé ef félag er með reikninga á fleiri en einni kennitölu þá þarf að útbúa sér Rammasamning fyrir hverja kennitölu  

  • Prókúruhafar: Mikilvægt er að skrá rétt prókúruhafa í skjalið, einnig þarf að tilgreina kennitölu, gsm símanúmer og tölvupóstfang prókúruhafans.  


  • Mikilvægt að rugla ekki saman forsvarsmann félags og prókúruhafa bankareiknings, hér þarf upplýsingar um þann aðila sem er með prókúru á reikninga sem á að tengja. 


  • Raunverulegir Eigendur skv. RSK (hægt er að fletta upp hér): Mikilvægt er að tilgreina alla raunverulega eigendur þessarar kennitölu lögaðila, einnig þarf að tilgreina kennitölu, gsm símanúmer og tölvupóstfang fyrir hvern raunverulegan eigenda skv. RSK


Fylgigögn: 

Vinsamlegast látið þetta fylgja með í umsókninni, með því að copy/paste-a inn í worldskjalið. 


 


  • Staðfesting á prókúruhafa - Tölvupóstur frá banka/þjónustufulltrúa banka 

    



Einnig þarf að fylgja með staðfesting frá banka að uppgefinn prókúruhafi sé með prókúru á viðkomandi kennitölu og reikning/reikninga. Tölvupóstur frá bankanum þar sem þetta er staðfest nægir, í tölvupósti þarf að koma fram kennitala söluaðila (sá sem er á bakvið reikninginn), reikningsnúmer reiknings og nafn/kennitala prókúruhafa. þjónustufulltrúar geta í flestum tilfellum útvegað þennan tölvupóst/staðfestingu með lítilli fyrirhöfn. 


Senda gögnin

Þegar þú hefur fyllt út Rammasamninginn (fylla út reitina og copy/paste fylgigögnin) þá viljum við biðja þig um að senda allt saman á pay@sportabler.com, áður en þú sendir póstinn viljum við biðja þig um að fara gaumgæfilega yfir að allt sé rétt fyllt út og öll fylgigögn séu meðferðist. Ekki er hægt að hefja umsóknarferlið nema öll gögn séu með umsókninni. 

Við munum svo hafa samband við þig og fara yfir þetta með þér þegar búið er að fara yfir umsóknina áður hún er send til Rapyd. 


Hvað gerist næst: 


Umsóknarferlið - Prókúruhafi / Raunverulegir eigendur þurfa að undirrita skjöl

Prókúruhafi og allir Raunverulegir Eigendur fá send SMS boð um rafræna undirritun vegna stofnun færsluhirðingar frá Rapyd. Prókúruhafi þarf að undirrta bæði Rammasamning og spurningalista AML (ábyrgðarlýsing um uppruna fjármagns). Raunverulegir Eigendur þurfa einungis að undirrita spurningalista AML. 


Ef þið hafið spurningar þá er hægt að hafa samband í þjónustuver Sportabler