Fella niður greiðsluseðil
Sjá myndband. Fella niður greiðsluseðil, fjarlægja iðkanda úr flokk og hætta við reikning:
1.Fyrsta skref er að fara í leitarstikuna efst uppi. Hægt er að stimpla inn nafn, netfang eða kennitölu iðkanda sem á að fá endurgreitt. ATH leitið af iðkandanum ekki forráðamanni.
Næst smellið þið á upphafstafina eða myndina við hliðina á nafni iðkandans.
2. Í kjölfarið opnast þessi sýn og þar er smellt á reikningar.
3. Næst leitið þið eftir reikningnum sem viðkomandi vill fá endurgreitt. Í þessu tilviki er það æfingagjöld 4.flokkur karla og ég smelli á kvittunarnúmerið til að komast inn í reikninginn.
4. Nú opnast reikningurinn og mikilvægt er að skoða hvernig reikningurinn var greiddur. Ég sé undir greiðslumáta að þetta var greitt með greiðsluseðli. Ég sé einnig að staða er væntanlegt sem þýðir að greiðsluseðilinn hefur ekki verið greiddur. Næst er að smella á hætta við greiðsluseðil.
5. Nú er búið að fella niður greiðsluseðilinn en nú þarf að fella niður reikninginn líka þannig við smellum á þrjá punktana við hliðina á í bið - skoða kvittun og veljum þar hætta við reikning.
6. Nú er búið að fella niður greiðsluseðil og reikninginn sömuleiðis.