Þegar verið er að gera ÍSÍ starfsskýsluskil þá er mikilvægt að fara yfir nokkur atriði og athuga hvort allt sé rétt.


1. Það þarf að athuga hvort deildirnar séu réttar og skoða hvort rétt sérsamband sé tengt við deildirnar.


Ef farið er í félagið þá er hægt að sjá hvort deildirnar séu tengdar við rétt sérsamband, hægt er að sjá það hægra megin við nafnið á deildinni. Eins og á myndinni hér fyrir neðan er t.d. körfuboltadeildin skráð í KKÍ.



Ef það þarf að breyta því eða á eftir að tengja það við sérsamband þá þarf að ýta á deildina og svo ,,Breyta deild''.



Þá opnast svona gluggi, þá þarf að ýta á ÍSÍ, velja rétt sérsamband og síðan uppfæra.




2. Það þarf einnig að athuga hvort búið sé að merkja eða afmerkja flokka við ÍSÍ. Mikilvægt að félög afmerkja flokka sem eiga ekki við. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar varðandi þetta:


Ýtt er á deildina og athugað hvaða flokkar eru merktir við ÍSÍ, merkið sem er hægra megin við nafnið á flokknum. Ef námskeið er merkt við ÍSÍ en á ekki að vera það þá þarf að afmerkja við það. 


Til þess að merkja eða afmerkja flokkinn þá þarf að haka við hringinn sem er vinstra megin við nafnið á flokknum, ýta síðan á ,,Breyta'' og svo ,,Breyta flokk''.


Þá birtist svona gluggi, þá þarf að fara í ÍSÍ sem er vinstra megin og afhaka í ,,Flytja í ÍSÍ'' kassann. Þegar það er komið þá er ýtt á uppfæra.


Þegar þetta allt saman er komið og búið að uppfæra þá hverfur ÍSÍ merkið sem var hægra megin við nafnið á flokknum.