Nú er búið að tengja alla flokka við mótakerfi HSÍ sem gefur þjálfurum þann góða möguleika að geta hlaðið inn leikjum síns flokks beint inn í Sportabler og með því að nýta sér það þá getur þjálfari notfært sér allskyns nýjungar sem koma með beintengingunni, sjálfvirkar uppfærslur á úrslitum, sjálfvirkar breytingar, tilkynningar o. fl.
Við mælum með því að nýta þá virkni í kerfinu að ekki er nauðsynlegt að setja hóp á leik þegar hann er stofnaður enda oft á tíðum ekki vitað hvernig hópurinn verður skipaður í leik sem er ekki spilaður á næstu dögum.
Það er því hægt að hlaða leikjadagskránni inn í kerfið langt fram í tímann og leikmenn, aðstandendur og þjálfarar geta alltaf séð dagskrá flokksins með því að fara í ‘Viðburðir’ flipann en leikirnir koma ekki inn á ‘Mín dagskrá’ fyrr en búið er að setja hóp á leikinn. Það gerir þjálfari á Viðburðasíðunni á vefnum.
Til að hlaða inn leikjum er farið á viðburðasíðuna, “Stofna marga leiki” -> “Hlaða inn” mótatengingu sérsambands og tímabil valið. Síðan er farið í gegnum formið, mætingartími o. fl. atriði skilgreind
Þegar búið er að velja keppnishóp (raða í undirhóp) þá er hægt að setja þann hóp á leikinn á Viðburðasíðunni og senda tilkynningu
Hvað kemur aukalega með leikjum úr mótatengingu?
- Þjálfari sem stofnar leikina fær tilkynningu þegar gerðar eru breytingar, t.d. þegar verið er að færa leiki, breyta tíma eða leikstað svo hann hefur góða yfirsýn yfir hreyfingar á leikjunum sínum
- Þjálfarar, iðkendur og forráðamenn geta síðan séð breytingasöguna í lýsingu viðburðarins
- Leikur sem er færður uppfærist sjálfkrafa á dagskrá, hvort sem það sé búið að setja hóp eða ekki
- Lýsing leiks inniheldur tengil á stöðu viðkomandi keppni á vefsíðu HSÍ
- Leikir sem eru settir inn í kerfið gegnum mótatenginguna eru merktir með merki HSÍ bæði á vef og í appi fyrir alla aðila þannig að þeir bera af í dagskránni
- Þegar leik er lokið og búið að setja úrslitin inn í mótakerfi HSÍ birtir Sportabler úrslitin á spjaldi leiksins í vef og appi