1. Til þess að frysta áskrift þá þarf að smella á prófílinn hjá viðkomandi, hægt er að gera það m.a. með því að leita af netfangi eða kennitölu í leitarbarnum uppi og smella á viðkomandi.


Þegar prófíllinn opnast þá er breytt áskriftinni með því að smella á penna merkið hjá áskriftartímabilinu, sem er hægra megin á skjánum.




2. Ef það á að frysta áskriftina til 1. október þá er sú dagsetning valin í ,,Dags til''. Það þýðir að eftir 1. október hefst nýtt áskriftartímabil.



3. Þegar búið er að breyta tímabilinu þá er breytt vörunum. Breytt er dagsetningunni þar sem stendur ,,Virk til'' í dagsetninguna sem á að frysta áskriftina. Mikilvægt er að breyta þessu hjá öllum vörunum í áskriftinni sem viðkomandi er tengdur við.




4. Ef það á t.d. að frysta áskriftina í dag þá er sett gærdaginn í ,,virk til''. Þegar þetta er komið þá er smellt á Vista og þá er þetta klárt.