Hægt er að bæta umsýslugjaldi ofan á fjárhæð sem er dreift með greiðslukorti. Stjórnandi félags ákveður hlutfall þóknunar sem innheimt verður við greiðsludreifingu á kort en þóknunina má hugsa sem tekjur á móti kostnaði við færsluhirðingu.
Umsýslugjaldið bókast ekki sérstaklega í bókhaldi, heldur hækkar þá þjónustu sem verið er að greiða fyrir ef greiðslunni er dreift á greiðslukort.
Til þess að virkja umsýslugjaldið þá þarf að haka við það í þjónustunni.
- Þegar verið er að stofna eða breyta þjónustu þá kemur valmöguleiki um að haka í boxið hjá umsýslugjaldinu og velja prósentu.
- Það þarf að hafa greiðsludrefingu (Hámark skiptinga) í boði til þess að þetta virki.
- Smelltu hér til þess að sjá hvernig á að stofna þjónustu
Svona lítur þetta út í kaupferlinu. Umsýslugjaldið kemur undir upphæðinni ef valið er greiðsludreifingu.
- Hér má sjá dæmi þar sem félag er með 3% umsýslugjald og þá bætist 300 kr. ofan á upphæðina sem á að greiðsludreifa.