Búðu til og haltu utan um viðburði sem eru utan venjulegra æfinga, eins og skráningar á mót, foreldrafundi eða hópsamkomur eins og pizzakvöld. Þessir viðburðir hafa ekki áhrif á mætingarskrár iðkenda, en þú getur valið að virkja greiðslumöguleika til að einfalda gjaldtöku og minnka stjórnsýsluvinnuna.


Til að búa til viðburð:

  1. Í Stjórnenda HQ, veldu Viðburðir í vinstri valmyndinni.
  2. Smelltu á Stofna og veldu Stofna viðburð.
  3. Veldu viðeigandi flokk og fylltu út upplýsingarnar fyrir viðburðinn. Smelltu svo  á Stofna viðburð
    • Flokkur: Veldu viðeigandi flokk(a) til að að tryggja að réttir iðkendur og/eða forsjáraðilar fái boð á viðburðinn.
    • Svæði: Veldu staðsetninguna þar sem viðburðurinn fer fram.
    • Sjálfgefin mæting: Ef þessi valkostur er valinn, er gert ráð fyrir að allir muni mæta nema iðkandinn eða forsjáraðili breyti stöðunni í "mæti ekki". Ef ekki er hakað við sjálfgefna mætingu, þurfa iðkendur eða forsjáraðilar að svara til að gefa til kynna hvort iðkandinn mæti. Athugið: Sem þjálfari eða stjórnandi getur þú alltaf  breytt svörunum eftir þörfum.
    • Fjöldatakmörkun: Veldu þennan valkost fyrir viðburði með hámarks fjölda þátttakenda. Lokað verður fyrir skráningu þegar hámarks fjölda þátttakenda hefur verið náð.
    • Senda tilkynningu: Þú getur valið að senda iðkendum og/eða forsjáraðilum tilkynningu um viðburðinn.
    • Pinna efst í dagskrá: Með því að velja þennan valkost mun viðburðurinn vera efst í dagskrá iðkenda þangað til þeir svara.
  4. Ef þetta er greiðsluviðburður, hakaðu við Gjald fyrir viðburð. Aukavalkostir fyrir greiðsluupplýsingar munu birtast.
    • Greiðslufrestur: Tilgreindu síðasta dag sem greiðsla þarf að berast.
    • Reikn. viðtakanda: Reikningurinn þarf að vera tengdur öllum viðkomandi hópum. Ef svo er ekki, hafðu samband við þjónustuverið okkar fyrir aðstoð.
    • Upphæð: Sláðu inn upphæðina sem þátttakendur verða rukkaðir um.
  5. Þegar þú hefur fyllt inn allar upplýsingarnar, veldu Stofna viðburð. Greiðsluviðburðurinn mun birtast efst í dagskrá flokksins. Þegar forsjáraðili eða iðkandi hefur greitt fyrir viðburiðinn, færist hannn sjálfkrafa á réttan stað í dagskrána. 

Breyta viðburðum

  1. Opnaðu Viðburði.
  2. Veldu viðburðinn sem þú vilt breyta og veldu svo Breyta viðburði.


TENGDAR GREINAR


Leitarorð: viðburðir, greiðsluviðburður, gjald