Hægt er að stofna sjálfvirkan afslátt og afsláttarkóða. Smelltu hér til þess að sjá leiðbeiningar um sjálfvirkan afslátt


1. Til þess að stofna afsláttarkóða þá er farið í fjármál, smellt á afslættir og þar er valið uppsetning.




2. Fyllt út skjalið sem opnast.


Tegund: Velur afsláttarkóði

Afsláttarkóði: Nafnið á kóðanum sem fólk mun skrifa niður í kaupferlinu

Takmörkun heildarnotkunar:  Stilltu á ótakmarkað nema þú viljir setja þak á hversu oft þessi tiltekni afsláttarkóði er notaður.

Takmörkun notkunar á einstakling: Takmörkun á það hversu oft sami einstaklingur getur notað afsláttarkóðann.

Afsláttarupphæð: Upphæðin á afslættinum. Hægt að velja prósentu eða fasta upphæð.

Líftími afsláttar: Hvenær afsláttarmiðinn á að renna út og ekki lengur hægt að nota hann.


Þegar afsláttarkóðinn er kominn á þjónustuna þá geta viðskiptavinir skrifað niður kóðann í kaupferlinu og þá birtist afslátturinn.