Við höfum nú fært greiðsluseðlakerfið okkar frá Greiðslumiðlun Íslands yfir til Arion banka. Hér að neðan útskýrum við m.a hvernig þessar breytingar hafa áhrif á uppgjör, innheimtu og greiðsludreifingar.


1. Breytingar á uppgjöri

Uppgjörið breytist frá því sem áður var og kemur nú beint frá greiðandanum sjálfum, ekki lengur frá “Greiðslumiðlun Íslands”.

  • Greiðsla berst strax – Um leið og greiðandi greiðir seðilinn í heimabanka, kemur greiðslan samstundis inn á bankareikning viðkomandi félags eða deildar.

  • Auðvelt að nálgast uppgjör í Abler – Hægt er að velja tímabil og sækja uppgjör í Excel-skjali á einfaldan hátt.

Sjá leiðbeiningar varðandi uppgjör hér: [LINKUR]


2. Útgefnir greiðsluseðlar og greiðsludreifingar

  • Ef greiðsludreifing var stofnuð hjá Greiðslumiðlun Íslands, þá verður næsti óútgefni greiðsluseðill í dreifingunni gefinn út hjá Arion banka.

  • Útgefnir greiðsluseðlar undir merkjum Greiðslumiðlunar Íslands klárast þar.

  • Allir nýir greiðsluseðlar og greiðsludreifingar eru nú stofnaðir hjá Arion banka.


3. Innheimta hjá Mótus

  • Já, allt helst óbreytt varðandi innheimtu hjá Mótus.

  • Ef félagið er ekki í innheimtu hjá Mótus, þá helst það einnig óbreytt.


4. Ef viðskiptavinur greiðir ekki á eindaga, hvað gerist?

  • Seðillinn fer í vanskil – Ef greiðsla berst ekki á eindaga, verður greiðsluseðillinn skráður sem vanskil í Abler og hjá Mótus.

  • Áminning um skuld – Mótus sendir áminningu um ógreidda skuld fimm dögum eftir eindaga.

  • Innheimtuaðgerðir hefjast – Ef greiðsla berst ekki innan ákveðins tíma, fer krafan í innheimtuferli hjá Mótus.

  • Félagið hefur stjórn á ferlinu – Hægt er að fella niður greiðsluseðla og/eða ákveða hvaða kröfur fara í innheimtu.

  • Ef félagið er ekki í innheimtu hjá Mótus, þá á þetta ekki við.


5. Hlutfall félags af áföllnum kostnaði

Hvað fær félagið af vöxtum, fjármagnstekjuskatti og innheimtukostnaði?

  1. Dráttarvextir – Allir dráttarvextir sem falla á greiðslu renna til félagsins.

  2. Fjármagnstekjuskattur – Ef félagið er ekki undanþegið fjármagnstekjuskatti, er skatturinn dreginn af áður en vextirnir eru greiddir til félagsins. 

  3. Innheimtukostnaður – Fer til innheimtuaðilans (t.d. Mótus) og rennur ekki til félagsins.

  4. Seðilgjald – Bætist ofan á greiðslu í heimabanka kaupanda og rennur til Abler.


Dæmi:
Ef greiðandi er með kröfu í vanskilum og greiðir hana með áföllnum dráttarvöxtum, þá fær félagið vextina að frádregnum fjármagnstekjuskatt ef á við annars alla upphæðina, en innheimtukostnaður fer til innheimtuaðila.