Til að stofna æfingaáætlun þá er smellt á Viðburðir --> Stofna æfingaáætlun


Sjá myndband neðst á síðunni.


Á myndinni fyrir neðan er dæmi um útfyllta æfingáætlun sem rúllar frá 02/11/24 - 18/12/24. 

Mikilvægt er að velja rétta hópa á æfingarnar til að iðkandinn/foreldrinn fái æfingaplanið. 


Í þessu dæmi er gert ráð fyrir sjálfgefni mætingu sem þýðir að ég sem þjálfari geri ráð fyrir að allir mæti á æfinguna. Ef það er ekki hakað við "Sjálfgefin mæting" þarf iðkandi/foreldri að svara hvort hann mæti.


Á miðri æfingu eða eftir æfingu getur þjálfari svo farið í mætingakladdan og merkt við þá sem mættu ekki. Einnig getur iðkandinn/foreldrinn hakað við mæti ekki fyrir æfinguna og látið þjálfara vita.
Hér fyrir neðan sjáið þið hvernig er smellt á mætingakladdan í appinu og þar inni getið þið merkt við þá sem mættu ekki o.sfrv.

  • Smellt er á æfinguna sjálfa, svo á Mæting. Þar er hægt að sjá mætingarlistann.
Sjá myndband