Leiðbeiningar hvernig breyta má ýmsum persónulegum stillingum. Hafa ber í huga að stillingar í símanum sjálfum þurfa að leyfa tilkynningar frá Abler.
Í appi
Breyta um prófílmynd:
1. Smellir á prófílinn þinn og þrjá punktana efst í hægra horninu.
2. Breytir svo myndinni með því að smella á myndavélarmerkið.
- Ath. ef barnið ykkar er með eigin aðgang þá þarf að skipta um mynd á þeirra aðgang.
Breyta stillingum - Tungumál & tilkynningar
1. Þegar smellt er á Prófíll þá er valið tannhjólið efst í hægra horninu.
2. Þar er hægt að velja um hvað þið fáið í tölvupósti og hvað þið viljið fá sem tilkynningu í síma.
Í gegnum vafra á tölvu
Breyta um prófílmynd
1. Valið er Notandi og svo Breyta upplýsingum.
2. Smellt er á blýantinn hjá myndinni.
3. Þar hlaðið þið inn mynd og smellið á vista.
- Ath. ef barnið ykkar er með eigin aðgang þá þarf að skipta um mynd á þeirra aðgang.
Breyta stillingum
1. Valið er Notandi og svo Breyta upplýsingum.
2. Smellt á stillingar og þar er hægt að velja um hvað þið fáið í tölvupósti og hvað þið viljið fá sem tilkynningu í síma.
3. Síðan er smellt á Vista.
Tengdar greinar: Hætta að fá skilaboð - Yfirgefa spjall Hvernig fær barnið mitt Abler aðgang? Til baka í algengar aðgerðir
Leitarorð: Stillingar, prófílmynd, tilkynningar.