Þessi grein veitir leiðbeiningar um hvernig á að bæta þjálfara við í Abler, velja réttan aldursflokk og úthluta viðeigandi þjálfarastöðu. Hún skýrir einnig mismunandi hlutverk þjálfara og hvernig á að stofna eða fjarlægja þjálfara í kerfinu.


Stofna þjálfara

1. Veldu "Þjálfarar" í vinstri stikunni undir viðeigandi deild

2. Stofna þjálfara

  • Smelltu á Stofna þjálfara efst í hægra horninu.

  • Það nægir að skrá netfang og símanúmer starfsmanns.

Ef starfsmaður er þegar með Abler-aðgang finnur kerfið hann og hægt er að bæta honum við viðeigandi flokk.

Ef þjálfarinn er ekki með aðgang:

  1. Veldu viðeigandi flokk.

  2. Skráðu netfang eða kennitölu þjálfarans.

  3. Smelltu á Bæta við þjálfara.

3. Fylla út upplýsingar

  • Skráðu nafn þjálfarans ef þarf.

  • Símanúmer(GSM) er skilyrt og þarf að fylla út.

4. Velja stöðu þjálfara

Aðalþjálfari (e. Head Coach)

  • Sýndur sem slíkur í appinu, sem auðveldar leikmönnum og forráðamönnum að sjá hver ber ábyrgð á hópnum.

  • Getur bætt við öðrum þjálfurum, stjórnað viðburðum, æfingum og séð um öll verkefni tengd liðinu.

Þjálfari (e. Coach)

  • Svipaður aðalþjálfara en getur ekki bætt við fleiri þjálfurum í hópinn.

  • Í appinu birtist hann sem "Þjálfari" og er sýndur fyrir neðan aðalþjálfarann í uppbyggingu liðsins.

Aðstoðarmaður (e. Assistant)

  • Sjaldnar notað hlutverk ætlað foreldrum, búningastjórum eða öðrum aðstoðarmönnum.

  • Geta búið til viðburði en hafa ekki full þjálfararéttindi.

5. Stofna þjálfara

  • Smelltu á Stofna þjálfara.

  • Viðkomandi fær tölvupóst með leiðbeiningum um stofnun aðgangs og getur skráð sig inn í Abler.




Bæta við réttindum

Eftir að þjálfari hefur verið stofnaður í kerfinu er hægt að bæta við auknum réttindum t.d greiðsluréttindum svo hann geti stofnað greiðsluviðburð hjá sínum flokki. Sjá leiðbeiningar hér: Bæta stjórnenda- & greiðsluréttindum við starfsfólk.


Fjarlægja þjálfara

  1. Farðu í Þjálfarar-valmyndina.

  2. Smelltu á þrjá punktana við hliðina á nafni viðkomandi.

  3. Veldu Fjarlægja úr öllum flokkum.

    • Þessi aðgerð fjarlægir starfsmanninn úr öllum flokkum samtímis.