Í þessari grein er sýnt hvernig á að stofna flokk, breyta flokk og eyða flokk. Þetta getur t.d verið Fótb.4.fl kvk eða Börn 9-11 ára.


Stofna flokk


Sjá myndband: 




1. Fyrst er smellt á svið í vinstri stikunni og svo er smellt á á það svið sem þið viljið stofna flokk undir.



2.  Næsta skref er að smella á stofna uppi hægra meginn og velja þar undir stofna flokk.



3. Þegar smellt er á stofna flokk þá birtist þetta form sem þarf að fylla út í.


  • Nafn: Veljið hér nafn flokks.
  • Svið: Tengið við viðeigandi svið ( Sjá hér hvernig á að stofna svið).
  • Kyn: Hérna er kyn valið.
  • Fæðingarár: Veljið fæðingarár fyrir þennan flokk.


Í vinstri stikunni er svo hægt að velja tímabil fyrir flokkinn en það er ekki nauðsynilegt.


Þegar búið er að fylla út í formið er valið stofna.


Breyta flokk


1. Fyrst er smellt á nafn félags í vinstri stikunni og svo er aftur smellt á nafn félags við hliðina á skjaldarmerkinu.





2. Næst er smellt á hringinn við flokksins og farið í breyta uppi hægra megin og valið breyta flokk.



3. Þá opnast form flokksins og hægt er að fylla út nýjar upplýsingar þar og velja uppfæra.



Eyða flokk


1. Fyrst er smellt á nafn félags í vinstri stikunni og svo er aftur smellt á nafn félags við hliðina á skjaldarmerkinu.




2. Næst er smellt á hringinn við flokksins og farið í breyta uppi hægra megin og valið breyta flokk.



3. Þegar formið opnast er valið aðrar stillingar í vinstri stikunni. Til að eyða flokknum þá smellið þið á í safn og smellið á uppfæra.