Sjá myndband:
Fyrsta skrefið er að fara í Þjónustuyfirlitið og smella á það námskeið sem iðkandinn vill skrá sig í.
Næsta skref er að fara í áskriftir og finna viðkomandi aðila í flokknum og draga hann frá vinstri yfir til hægri í rétta þjónustu. Þá smellir þú á JÁ og með því stofnar þú ógreidda áskrift og ógreiddan reikning.
Ef viðkomandi aðili er ekki í flokknum ferðu í áskriftir og smellir á þrjá punktana og bætir þar meðlim inn með kennitölu í glugganum sem opnast í kjölfarið á ekki að fylla út í netfang, síma og aðstandendur, kennitalan er einfaldlega nóg. Svo finnur þú leikmanninn í listanum og dregur hann frá vinstri yfir til hægri eins og sýnt er hér að ofan til að stofna ógreiddan reikning.
Þegar búið er að draga frá vinstri yfir til hægri opnast gluggi þar sem þið getið sett inn afslátt eða breytt verðinu. Ef valið er að setja afslátt þá þarf að setja athugasemd af hverju afsláttur er gefinn og þessi athugasemd birtist forráðamanni/iðkanda þegar gengið er frá greiðslu.
Í neðsta dálknum getur starfsmaður skrifað athugasemd sem starfsmaðurinn sér einungis.
ATH. Ef viðkomandi þarf ekki að greiða þá er best að setja 100% afslátt.
ATH. Nú er búið að stofna ógreiddan reikning og foreldri/iðkandinn getur farið inn og greitt (Sjá grein Hvernig á að greiða fyrir forskráðan iðkanda)
Ef þú vilt stofna greiðsluseðil þá eru leiðbeiningar hér: Stofna greiðsluseðil
Ef viðkomandi aðili hefur millifært eða greitt með reiðufé og þið viljið merkja það í kerfinu þá eru leiðbeiningar hér: Merkja greitt