Hægt er að stofna viðburð í appinu og í tölvu. Ef verið er að fara stofna greiðsluviðburð þá þarf þjálfari að vera með greiðsluréttindi.
Félagið sér um að gefa þjálfara greiðsluréttindi: Sjá hér Smellið hér ef þið viljið sjá nánar um hvernig greiðsluviðburðir virka (Sjá grein Stofna greiðsluviðburð) Góð ráð varðandi viðburði eru neðst í greininni.
Í appi:
1. Valið er flokkinn þar sem viðburðurinn á að birtast.
2. Þar er farið í dagskrána og smellt á þrjá punktana uppi í hægra horni. Smellt er síðan á Stofna viðburð.
3. Fyllt er út skjalið sem opnast og neðst er hægt að haka við ef þetta á að vera greiðsluviðburður.
Mikilvægt er að velja rétta hópinn/hópana til þess að þeir sem eiga að mæta fái boð á viðburðinn. Við mælum með því að þið hakið ekki í sjálfgefin mæting til þess að fá svar um hvort iðkendur komist á viðburðinn.
Fjöldatakmörkun er í boði og það þýðir að þið getið sett hámarksfjölda sem má skrá sig á viðburðinn.
Gott er að haka í Pinna efst í dagskrá fyrir viðburð til að fá svörin sem fyrst. En þá birtist viðburðinn efst í dagskránni þangað til honum er svarað. Sjá nánari útskýringu hér: Pin to top
Í tölvu:
1. Farið er í Viðburðir og smellt á örina.
2. Smellt á stofna viðburð.
Góð ráð:
- Nöfn á viðburðum skulu vera stutt og hnitmiðuð
- Fyrir almenn frí skal eyða viðburðum úr viðburðardagatali í stað þess að ,,fella niður''.
- Nota skal kladda og merkja við mætingu. Tölfræði flokksins verður markvissari og hagnýtari fyrir vikið.
- Við innlestur leikja í gegnum sérsambönd skal tengja undirhópa þegar nær dregur leikjum til að tryggja að upplýsingar séu réttar.
- Viðburður með fjöldatakmörkun má nota til að óska eftir innáleiðurum, boltasækjurum eða gæsluaðilum.
- Nota ,,eyða viðburði'' í stað ,,fella niður'' þegar verið er að fella niður fleiri en einn viðburð til að forðast óþarfa tilkynningar til forráðamanna.