Sýnidæmi 1:


Færa iðkanda milli þjónusta. t.d úr Námskeiði 1 í Námskeið 2.


Sjá myndband:



Ef keypt er óvart vitlaus vika eða óskað eftir breytingum á vikum, þá er hægt að breyta því með að færa iðkendur á milli námskeiðsvikna.

 

Hér er farið yfir hvernig á að færa iðkendur milli námskeiðsvikna, t.d frá viku 1 til viku 3.


Sýnidæmi 2:

  • Forráðamaður kaupir viku 1 á sumarnámskeiði en óskar eftir að færa barnið í viku 3 á sama námskeiði. 

  • Það er mikilvægt að hafa í huga í þessu sýnidæmi að vika 1 og vika 3 kosta það sama.

  • Ef vika 1 kostar minna en vika 3 og það þarf að borga á milli þá bendum við á Sýnidæmi 2 hérna neðar.

 

1. Fyrst þarf að smella á þjónustuyfirlitið á vinstri hönd og finna námskeiðið sem iðkandinn er skráður í. Næst er smellt á nafn þjónustu.



2. Fyrsta skref er að færa iðkandann úr leikmannalistanum frá vinstri yfir til hægri í viku 3.




3. Þá opnast þessi gluggi hér.
Best er að setja 100% afsláttur þarna og athugasemd greiddi fyrir viku 1 fyrir hádegi en fer í viku 1 eftir hádegi.




4. Nú þarf að endurhlaða síðunna og þá sést að iðkandinn er með virka áskrift í viku 3 og í viku 1. 




5. Næst er að finna iðkandann í Viku 1 og smella á þrjá punktana við hliðina á nafni iðkands og velja Fjarlægja áskrift.




6. Í þessum glugga er hakað í viku 1 og sleppt því að hafa hakað í ,,Fjarlægja iðkanda úr flokk'' og ,,sýsla með reikning''. Því næst er smellt á staðfesta




7. Nú er búið að fjarlægja viðkomandi iðkanda úr viku 1 og er einungis með virka áskrift í viku 3.




* Þetta uppfærist líka þjálfarameginn.


__________________________________________________________________________________________________


Sýnidæmi 3


  • Þetta á við ef forráðamaður greiðir fyrir viku 1 en óskar eftir að færa sig í viku 3 sem kostar meira. 
  • Það þýðir að forráðamaður hefur þegar greitt fyrir viku 1 en þarf að greiða fyrir mismunin.


1.  Fyrst þarf að smella á þjónustuyfirlitið á vinstri hönd og finna námskeiðið sem iðkandinn er skráður í. Næst er smellt á nafn þjónustu.




2. Fyrsta skref er að færa iðkandann úr leikmannalistanum frá vinstri yfir til hægri í viku 3.




3. Þá stofnast ógreidd áskrift og ógreiddur reikningur á iðkandann. Þá er smellt á staðfesta. *ATH þið ráðið eindaganum.




4. Næst er smellt á þrjá punktana lengst til hægri við hliðina á nafni iðkandans og valið Breyta upphæð/afsláttur.




5. Í þessu sýnidæmi kostaði vika 1 20 kr en vika 3 kostar 40 kr. Gott er að setja í athugasemd greiddi fyrir viku 1 20 kr en óskar eftir færslu í viku 3 sem kostar 40 kr. 
Næst breytið þið einingaverðinu í það sem viðkomandi skuldar. Í þessu dæmi er búið að greiða 20 kr en það vantar 20 kr upp á. Næst er smellt á vista.




6. Nú fær forráðamaðurinn tölvupóst og ýtiboð í appinu að hann eigi ógreiddan reikning. 

    *ATH hérna er grein hvernig forráðamaður greiðir ógreiddan reikning: Greiða ógreiddan reikning


7. Næst er að finna iðkandann í viku 1 og smella á þrjá punktana við hliðina á nafni iðkands og velja Fjarlægja.




8.  Í þessum glugga er valið fjarlægja áskrift og hakað í viku 1. Því næst er smellt á staðfesta




9. Nú er búið að fjarlægja viðkomandi iðkanda úr viku 1 og er einungis með ógreiddan reikning í viku 3. *ATH iðkandinn verður grænn þegar búið er að greiða mismunin.