Í Abler getur þú stýrt hvaða aðgang starfsmaður hefur. Aðgangsréttindi eru eftirfarandi:
- Stjórnenda- og greiðsluréttindi: Fyrir stjórnendur félags sem þurfa yfirsýn yfir allt félagið.
- Greiðsluréttindi: Fyrir þjálfara sem þarf að rukka fyrir mót í gegnum Abler Pay.
- Stjórnendaréttindi: Fyrir yfirþjálfari sem má ekki sjá greiðslur.
- Bókararéttindi: Sér Bókhald flipann undir Greiðslur. Bókari getur bunkað, stillt bókhaldslykla og sótt bókhaldsgögn.
- Stjórnenda-, greiðslu- og bókararéttindi: Að vera með þessi réttindi þýðir að þú getur sýslað með greiðslur og haft yfirsýn yfir allt félagið eða deildina.
Stjórnendaréttindi yfir deild
- Til að veita starfsmanni stjórnendaréttindi yfir einni deild, veldu deildina og smelltu á Breyta deild.
- Í glugganum sem opnast, veldu Stjórnendur og settu inn netfang viðkomandi starfsmanns. Veldu svo þau réttindi sem hann á að hafa.
- Þegar réttindin hafa verið veitt, þarf starfsmaðurinn að skrá sig út og aftur inn til að breytingin taki gildi.
Hér er starfsmaðurinn að fá bæði stjórnenda- og greiðsluréttindi. Smelltu á Stofna admin til að staðfesta.
Stjórnendaréttindi yfir félagi
- Smelltu á félagið sjálft og svo Breyta félagi.
- Í gluggnaum sem opnast, veldu Stjórnendur, skrifaðu netfang starfsmannsins og viettu honum réttindi eins og lýst var hér að ofan.