Forskrá iðkanda sem er ekki með kennitölu.


Fyrsta skrefið er að fara í Þjónustuyfirlitið og smella á það námskeið sem iðkandinn vill skrá sig í.

 Næsta skref er að smella á þrjá punktana við hliðina á mætingarsaga og bæta við meðlim. 
Í kjölfarið opnast form sem þarf að fylla út í. 
  • Kennitala: Sleppið að fylla út í þennan reit
  • Nafn: Hérna er sett inn fullt nafn iðkanda
  • Netfang: Hérna er bæði hægt að setja "bull" netfang ef viðkomandi iðkandi er ekki með netfang sjálfur en einnig er hægt að setja inn rétt netfang iðkanda.
  • Farsími: Þarf ekki að setja inn en í lagi að gera það.
  • Fæðingarár: Þarna er sett inn fæðingarár.
  • Heimilisfang: Þarf ekki að fylla út en í lagi að gera það.
  • Hópar: Iðkandinn fer sjálkrafa í Allir en hægt að bæta honum við fleiri undirhópa
  • Aðstandandi: Hérna er hægt að setja inn netfang forráðamanns. Í kjölfarið fær forráðamaður boð um að stofna aðgang að Sportabler. Ef iðkandi er með rétt netfang þá fær iðkandinn líka boð um að stofna aðgang.


Til að klára þetta þá er smellt á bæta við meðlim


Næsta skref er að finna viðkomandi aðila í leikmannalistanum og draga iðkandann frá vinstri yfir til hægri.
Þegar búið er að draga frá vinstri yfir til hægri opnast gluggi þar sem þið getið sett inn afslátt eða breytt verðinu. Ef valið er að setja afslátt þá þarf að setja athugasemd af hverju afsláttur er gefinn og þessi athugasemd birtist forráðamanni/iðkanda þegar gengið er frá greiðslu.


Í neðsta dálknum getur starfsmaður skrifað athugasemd sem starfsmaðurinn sér einungis.
ATH. Nú er búið að stofna ógreiddan reikning og foreldri/iðkandinn getur farið inn og  greitt (Sjá grein Hvernig á að greiða fyrir forskráðan iðkanda).


Ef það á að stofna greiðsluseðil eða merkja viðkomandi aðila greiddan þá er grein um það hér: (Stofna greiðsluseðil og merkja greitt)