Stillingar á bókhaldslyklum


Bókhaldslyklar eru stilltir eftir að fyrsti bunki hefur verið búinn til. Þetta þarf þó aðeins að gera einu sinni eftir að fyrsti bunki hefur verið búinn til  (alltaf hægt að bæta við / breyta síðar meir). Hægt er að lesa sig til um bókhaldslykla hér:

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000700244-b%C3%B3khaldslyklar

 

Vörpun á bókhaldslyklum byggir á tré strúktúr, „Félag“ – „Deild“ – „Flokkur“ (greinar) auk „Context“ (lauf) sem getur verið:

·      Merchant: Skilgreinir bókhaldslykla fyrir greiðslumátan sem viðskiptavinur notaði (Kort, greiðsluseðill, frístundastyrkur). Færir greiðsluna á réttan lykil.

·      Service: Skilgreinir bókhaldslykla fyrir þjónustur, t.d. æfingagjöld, íþróttaskóla, námskeið, etc.

·      Event: Skilgreinir bókhaldslykla fyrir greiðsluviðburði, t.d. mótagjöld, pizzakvöld, rútuferðir, etc.