Nú er hægt að stilla þjónustu þannig að meðlimir fjarlægjast sjálfkrafa úr flokknum sem þjónustan er tengd við þegar áskriftinni lýkur.
Hvað gerist ef ég virkja þennan eiginleika á þjónustu sem er nú þegar í notkun og með áskriftum?
Meðlimir með áskriftir sem renna út eftir virkjun munu fjarlægjast úr flokknum en það þarf handvirkt að fjarlægja þá sem hafa runnið út í fortíðinni. (Sjá grein um það hér)
Algeng dæmi um notkun á þessari virkni eru áskriftir í líkamsrækt eða styttri námskeið þar sem við mælum með því að meðlimir séu ekki inni í óvirkum flokkum eða t.d. námskeið búið. Hefðbundin æfingagjöld í íþróttafélögum eru dæmi um þjónustur sem væru ólíklegar til að njóta góðs af þessum eiginleika.
Til að virkja eiginleikann á þjónustunni er smellt á þjónustyfirlit og valið að breyta þjónustu.
Í kjölfarið er smellt á stillingar í vinstri stikunni og hakað í "Remove member from age group when subscription expires" og ýtt á uppfæra.