Hægt er að skrá sig í tíma bæði í appinu og tölvu. Þú getur einnig séð æfingu dagsins með því að smella á æfinguna (Ef búið er að birta æfingu dagsins)
Í Abler appi
1. Smellt er á Bóka tíma uppi í hægra horninu
2. Þá opnast þessi gluggi og þar er hægt að sía, skoða æfinguna og skrá sig í tíma.
3. Til þess að skrá sig í tíma þá er smellt á bóka og þá opnast svona gluggi sem segir að þú ert búin að skrá þig í tímann.
- Æfingin birtist svo í dagskránni þinni á forsíðu appsins.
Hvernig skrái ég mig í tíma í tölvu?
1. Til þess að skrá sig í gegnum tölvu þá er farið inn á abler.io/classes/,,nafn félags''
- Þar er hægt að sjá æfingu dagsins, velja hvaða dag þú vilt skrá þig á æfingu og sía. Til þess að sjá æfingu dagsins þá er smellt á æfinguna.
2. Smellt á ,,bóka'' og þá opnast gluggi sem segir að þú ert búin að skrá þig í tímann.
Tengdar greinar: Hvernig nálgast ég kvittun fyrir áskriftina mína? Til baka í algengar aðgerðir Leitarorð: tímaskráning, líkamsrækt, áskrift.