Forráðamenn og leikmenn geta yfirgefið flokk í appinu, með eftirfarandi undantekningum:

  • Ef notandi er með virka áskrift, er ekki hægt að yfirgefa flokkinn í appinu.
  • Ef notandi er með ógreiddan reikning, er ekki hægt að yfirgefa flokkinn í appinu.

Í þessum tilfellum þarf að hafa samband við viðkomandi félag til að fá aðstoð.


Leiðbeiningar til að yfirgefa flokk

  1. Opnaðu Abler appið og veldu Flokkar.
  2. Smelltu á flokkinn sem þú vilt yfirgefa og veldu Meðlimir.
  3. Farðu efst í hægra hornið, smelltu á þrjá punktana (...) upp í hægra horninu og veldu Yfirgefa flokk.