Í þessari grein er farið yfir hvernig á að stofna námskeið í Sportabler.



Sýnidæmi 


1. Smellt er á þjónustyfirlit í vinstri stikunni, síðan smellt á stofna og stofna þjónustu



2. Þá opnast svona form sem þarf að fylla út.




Þjónusta - Almennt

 

Nafn: Hjólanámskeið 9 - 16 ára - Þessi titill birtist í vefverslun.

Upplýsingar: Hérna er sett inn lýsing á námskeiðinu.

Tegund: Tegundin á þjónustunni, t.d. námskeið eða félagsgjöld

Flokkur: Haust (Stofna flokk) - Þetta þýðir að allir sem kaupa námskeiðið fara í flokk sem heitir Haust

Tegund starfsemi: Ef ekkert á við þá velja "other" en í þessu dæmi er það cycling (hjól).

Kyn: Hérna er valið kyn 

Opið (Sýnilegt í vefverslun): Hvort þú vilt hafa námskeiðið sýnilegt eða ekki í vefverslun

Viðtökureikningur: Velja réttan viðtökureikning.




Valmöguleikar:

 Hérna eru settir inn þeir möguleikar sem kaupandi hefur. Þið getið haft marga möguleika t.d einn möguleiki er byrjendur og annar er framhald o.sfrv.


Eitt val: Ef hakað er í eitt val þá getur kaupandi valið einn möguleika. Möguleikarnir eru undir valmöguleikar þjónustu. 

- Ekki hægt að breyta eftir á

- ATH. Það þarf að vera hakað í eitt val ef þið bjóðið upp á frístundastyrk.

    - Frístundastyrkur: Ef þið hakið í þetta þá er frístundastyrkur tengdur við námskeiðið.

- Ef þið eruð að selja t.d sumarnámskeið með mörgum vikum í boði þá er betra að haka ekki í eitt val.


Stofna val:



 

Nafn: Þetta er nafnið á valmöguleikanum.

Áskrift hefst: Hvenær hefst námskeiðið

Áskrift lýkur: Hvenær er námskeiðið búið

Skráning opnar: Hvenær opnar skráning. Námskeiðið birtist í ykkar vefverslun þegar skráning opnar.

Skráning lokar: Þegar skráning lokar þá hverfur námskeiðið úr vefverslun

Fjöldatakmörkun og biðlisti: Þið getið sett inn fjöldatakmörkun og biðlista. Sjá nánari útskýringu hér: Fjöldatakmörkun og biðlisti

Verð: Hérna er sett inn verð námskeiðs.

Hámark skiptanna: Þetta þýðir greiðsludreifing. Hvað má kaupandi dreifa greiðslunni oft.

Staða: Þetta þýðir að þið getið haft opið, leynilegt og í safni. Opið þýðir að þetta er sýnilegt í vefverslun. Leynilegt þýðir að þetta sést ekki í vefverslun. Í safni þýðir að þú ert að eyða þessum valmöguleika.

Undirhópur: Þetta er fyrir þá sem eru að nota samskiptatól Sportabler. Í þessu dæmi valdi ég create new group og skýrði undirhópinn byrjendur. Þetta þýðir að allir þeir sem kaupa Byrjendanámskeiðið fara sjálkrafa í undirhóp þjálfarameginn sem heitir byrjendur.



Svona lítur þetta út í vefverslun: