Ertu að reyna hlaða niður kvittun til þess að senda á stéttarfélagið? Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur sótt kvittanir.


1. Til þess að sækja kvittanir fyrir ákveðið tímabil þá er smellt á skráningar í markaðstorginu og svo smellir þú á Sjá meira hjá áskriftinni sem er verið að leita af. 


2. Þá opnast áskriftin og til þess að geta séð kvittun þá er smellt á Sjá greiðslur.


3. Þá opnast gluggi með greiðslunum þínum en þar smellir þú á Sækja


4. Þegar búið er að velja tímabilið þá er smellt á Sækja og þá ertu að hlaða kvittuninni niður.

  • ATH: Fyrir sumar áskriftir er ekki í boði að sækja fyrir ákveðið tímabil og er kvittun þá sótt þegar notandi ýtir á ,,Sækja".







Til þess að nálgast skjöl eins og t.d. kvittanir sem maður hefur sótt áður þá er smellt á Skjöl í markaðstorginu.


Síðan smellt á Sækja til þess að hlaða niður kvittuninni eða skjalinu.





Í appi:


Ef þetta er framkvæmt í appinu þá er smellt á markaðstorgið og svo er sama ferli framkvæmt.



Tengdar greinar: 

Hvar sé ég kvittanir, reikninga og áskriftir?
Hvernig skrái ég mig í tíma?

Leitarorð: Áskrift, kvittun.