Í þessari grein verður farið yfir hvernig hægt er að setja upp sumarnámskeið í Abler.

Til þess að stofna námskeið þá er farið inn á https://www.abler.io/admin í tölvu.


1. Byrjað er á því að fara í þjónustuyfirlitið og svo valið Stofna þjónustu

2. Fyllt út formið sem birtist

3. Stofnaðir valmöguleikar

4. Gott getur verið að stofna æfingaáætlun og undirhópa fyrir hverja viku svo forráðamenn og iðkendur geti t.d. merkt við sig eða séð hvenær á að mæta og hvert.





Almennt:

Nafn: sumarnámskeið Abler í fótbolta - Þessi titill birtist í vefverslun.

Upplýsingar: Hérna er sett inn lýsing á námskeiðinu.

Tegund: Tegundin á þjónustunni, t.d. námskeið.

Flokkur: Haust (Stofna flokk) - Þetta þýðir að allir sem kaupa námskeiðið fara í flokk sem heitir Haust.

Tegund starfsemi: Ef ekkert á við þá velja ,,other'' en í þessu dæmi er það Football (fótbolti).

Opið (Sýnilegt í vefverslun): Hvort þú vilt hafa námskeiðið sýnilegt eða ekki í vefverslun.

Viðtökureikningur: Velja réttan viðtökureikning.




Fjarlægja meðlim úr flokk þegar áskrift lýkur:

Ef valið, þá er meðlimur fjarlægður úr undirhópum flokks þegar áskrift lýkur. Ef meðlimur er ekki með aðra áskrift tengdum öðrum undirhóp(um), þá er meðlimur fjarlægður úr flokknum. 

  • Þessi valmöguleiki er fundinn í stillingum.






Stofna val:


Nafn: Þetta er nafnið á valmöguleikanum.

Áskrift hefst: Hvenær hefst námskeiðið

Áskrift lýkur: Hvenær er námskeiðið búið

Skráning opnar: Hvenær opnar skráning. Námskeiðið birtist í ykkar vefverslun þegar skráning opnar.

Skráning lokar: Þegar skráning lokar þá hverfur námskeiðið úr vefverslun

Fjöldatakmörkun og biðlisti: Þið getið sett inn fjöldatakmörkun og biðlista. Sjá nánari útskýringu hér: Fjöldatakmörkun og biðlisti

Verð: Hérna er sett inn verð námskeiðs.

Hámark skiptanna: Þetta þýðir greiðsludreifing. Hvað má kaupandi dreifa greiðslunni oft.

Staða: Þetta þýðir að þið getið haft opið, leynilegt og í safni. Opið þýðir að þetta er sýnilegt í vefverslun. Leynilegt þýðir að þetta sést ekki í vefverslun. Í safni þýðir að þú ert að eyða þessum valmöguleika.

UndirhópurÍ þessu dæmi valdi ég create new group og skýrði undirhópinn Vika 1. Þetta þýðir að allir þeir sem kaupa þetta val fara sjálkrafa í undirhópa þjálfarameginn sem heita Vika 1 og ALLIR.

  • Svo er hægt að stofna æfingaáætlun fyrir þennan undirhóp og þá birtast æfingarnar



Afhakað er í Eitt val þar sem boðið er upp á að velja nokkrar vikur í einu.

  • Ef hakað væri í Eitt val þá væri aðeins hægt að velja eina viku og greiða fyrir hana.


Hægt er að smella á Forskoða í vefverslun til að sjá hvernig námskeiðið myndi líta út í vefversluninni.



Þegar búið er að stofna þjónustuna þá getið þið séð hana í vefversluninni ef skráningin er opin.




Tengdar greinar: 

Stofna æfingaáætlun:
Forskrá

Leitarorð: Þjónustuyfirlit, námskeið, sumarnámskeið.