Til að stofna þjónustu fyrir þitt félag smellir þú á þjónustuyfirlit
Í kjölfarið opnast sýn sem sýnir allar þjónustur sem eru í boði og hafa verið í boði. Með því að smella á síur getur þú valið hvaða námskeið þú vilt skoða. Í staða lengst til hægri er svo hægt að sía út hvað er sýnilegt í vefversluninni og hvað er ekki.
- Opið: Þjónustan er sýnilegt í vefverslun
- Leynilegt: Þjónustan er ekki sýnileg í vefverslun
- Í safn: Ef þú vilt eyða þjónustunni út. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um þessa þjónustu sem er sett í safn en ekki er hægt að setja þjónustuna aftur í sölu.
Til að stofna þjónustu smellir þú á stofna og velur stofna þjónustu
Sýnidæmi hvernig á að stofna þjónustu
Í þessu sýnidæmi eru æfingagjöld stofnuð hjá 4.flokki karla í knattspyrnu hjá Sportabler félaginu þar sem boðið verður upp á haustönn, vorönn og allt árið. Einnig er frístundastyrkur leyfður og boðið upp á systkinaafslátt.
- Afsláttarprófill er stofnaður annars staðar og er síðan hengdur við hverja þjónustu (sjá grein um afslætti: Afslættir)
- Nafn: Æfingagjöld 4.flokkur karla – Þetta nafn birtist í vefverslun.
- Upplýsingar: Hérna er sett inn lýsing á námskeiðinu og allar upplýsingar sem þið viljið að komi fram.
- Tegund: Tegundin á þjónustunni, t.d. námskeið eða félagsgjöld
- Flokkur: Mikilvægt er að velja réttan flokk.Í þessu tilfelli er mikilvægt að velja Fótbolti 4. flokkur karla svo iðkendurnir skili sér í réttan flokk. Það er einnig mikilvægt að þið framkvæmið flokkauppfærslu fyrst ef það á við, sjá hér: Flokkauppfærsla
- Ef það vantar flokk þá er hægt að stofna flokk (hér eru leiðbeiningar hvernig á að Stofna flokk)
- Tegund starfsemi: Ef ekkert á við þá velja "other" en í þessu dæmi er það Football.
- Opið (Sýnilegt í vefverslun): Ef valið er ,,Opið'' þá þýðir það að þjónustan er sýnileg í vefverslun. Hægt er að breyta þessu eftir að námskeið er stofnað.
- Reikningur viðtakanda: Passa að réttur reikningur sé valinn. Þið sjáið lista af viðtökureikningum ef þið smellið á flokkar og veljið annað lengst til hægri og smellið þar á viðtökureikningar.
Næsta skref er að fylla út í valmöguleikar á þjónustu
- Eitt val: Ef þú hakar í eitt val þá þýðir það að kaupandi getur bara valið einn möguleika. Í þessu dæmi er boðið upp á haust, vor og ársgjald og getur því kaupandi einungis valið einn möguleika af þessum þremur. En aftur á móti ef það er ekki hakað í eitt val þá getur kaupandi valið fleiri en einn valmöguleika.
ATH. Eitt val þar að vera valið ef þú býður upp á frístundastyrk.
Þetta eru þeir valmöguleikar sem birtast í vefverslun og ég hakaði í eitt val hér að ofan og þessvegna getur kaupandi aðeins valið einn kost af þessum þremur til að kaupa. Ef ekki er hakað í eitt val getur kaupandi valið alla kosti.
- Nafn: Ársgjald
- Áskrift hefst: Þýðir hvenær þjónustan byrjar
- Áskrift lýkur: Dagsetning á því hvenær áskrift lýkur
- Skráning opnar: Hvenær opnar fyrir skráningu í vefverslun
- Skráning lokar: Hvenær skráningafresti lýkur. Þegar skráningarfrestur er liðinn dettur þjónustan út úr vefverslun.
- Fjöldatakmörkun: Ef það er ákveðinn fjöldatakmörkun þá er hægt að velja það
- Biðlisti: Ef þið vijið bjóða upp á biðlista þá veljið þið já.
- Verð: Setið inn verðið hérna.
- Hámark skiptanna: Þetta er í raun greiðsludreifing. Þið getið valið allt upp í 12 mánuði.
- Staða: Opið þýðir að það er sýnilegt í vefverslun og lokað þýðir að það er hvergi sjáanlegt nema í stjórnborðinu hjá ykkur.
- Undirhópur: Þetta er hópurinn sem iðkandinn fer í eftir að þjónustan hefur verið keypt. Við mælum með að þið setjið ALLIR eða All Players hér ef um er að ræða hóp íþróttir eins og fótbolta.
Þegar ég er búinn að stofna ársgjald get ég farið í = merkið og þá kemur upp alveg sömu upplýsingar í næstu línu en mikilvægt er að breyta öllum upplýsingum eins og t.d nafn, verð, áskriftartímabil, hámark skiptanna og skráningarfrestur fyrir haustönn er annað en fyrir ársgjald.
- Frístundastyrkur: Ef hakað er í leyfa frístundastyrk þá geta kaupendur notað frístundastyrk við kaupin. Frístundastyrkir eru tengdir fyrirfram hjá Sportabler.
Til að tengja frístundastyrk við viðtökureikning (þetta þarf bara að gera í fyrsta skipti): Til þess að opna á styrki þarf að hafa samband við Sportabler og ganga úr skugga um að rétt sveitarfélög séu tengd við félagið.
Svona lítur þjónustan út í vefverslun félagsins. Vefverslun félagsins er www.sportabler.com/shop/"nafnfelags" t.d www.sportabler.com/shop/sportabler