Margir muna eftir gömlu góðu klöddunum þar sem kennari og þjálfari lásu upp og merktu við. Hreinsa og endurstilla mætingu býður þjálfurum nú upp á svipaða eiginleika en með því að virkja það á æfingunni getur þjálfari nú merkt við þá sem eru á staðnum - hinir verða sjálfkrafa fjarverandi, burtséð frá upphaflegri stillingu viðburðar.


Hvað gerist þegar mæting er endurstillt?

  • Breytingar á mætingu sem gerðar af notenda, forráðamanni eða þjálfara eru varðveittar og kerfið mun því ekki breyta mætingu sem þegar hafði verið breytt.
  • Iðkendur verða sjálfkrafa fjarverandi: Þegar búið er að endurstilla mætingu breytast reitir sem þjálfari hefur ekki átt við og verða gráir. Eftir að mæting hefur verið endurstillt þarf þjálfari að klára að merkja mætingu, annars fær iðkandinn sjálfvirkt stöðuna „Fjarverandi“ þegar viðburðinum er lokið. 


Hvernig á að endurstilla mætingu?

1. Opnaðu Abler og smelltu á bláa mætingalistann á viðburðinum


2. Opnaðu aðgerðir viðburðarins með því að smella á aðgerðarhnappinn sem er með þremur punktum neðst á skjánum.

3. Smelltu á "Hreinsa mætingu" og staðfestu með því að velja "Já, endurstilla mætingu".